Hrafnkell Guðmundsson

Hrafnkell Guðmundsson útskrifaðist með BFA frá Gerrit Rietveld Academie, Amsterdam árið 2018. Í myndlist sinni rannsakar hann ólík efnistök og aðferðir sem leiða hann áfram að óvæntum niðurstöðum. Hrafnkell opnaði nýverið sýningu í Harbinger sem stendur yfir til 21. Desember en auk þess hefur hann meðal annars sýnt á samsýningum í Amsterdam og Wales.