Hildur Bjarnadóttir

Hildur Bjarnadóttir býr og starfar í Reykjavík og í Flóahrepp. Hún lauk námi frá textíldeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1992 og útskrifaðist árið 1997 með MFA próf frá Nýlistadeild Pratt Institute í Brooklyn, New York. Árið 2009 lauk hún diplómanámi í kennslufræði við Listaháskóla Íslands. Haustið 2013 hóf hún doktors nám í myndlist við Listaháskólann í Bergen sem hún lauk í byrjun árs 2017. Hildur hefur haldið fjölda einkasýninga víða um heim, þar má nefna; 2017; Cohabitation í Trondelag Senter for Samtidskunst í Trondheim í Noregi, 2016; Vistkerfi Lita í Vestursal Kjarvalsstaða,