Hildur Ása Henrýsdóttir

Hildur Ása Henrýsdóttir (f. 1987) ólst upp á Þórshöfn á Langanesi, en hún býr og starfar í
Berlín og í Reykjavík. Hún útskrifaðist með BA í Nútímafræði frá Háskóla Akureyrar 2012 og
BA í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2016. Hildur vinnur málverk, skúlptúra og
gjörninga. Hún hefur sýnt víða, meðal annars í Hafnarborg, Gerðarsafni, Listasafni Akureyrar
og á sýningum í Berlín, London og Antwerpen. Hildur er ein af stofnendum og
umsjónarmönnum gestavinnustofunnar Röstin á Þórshöfn.

Heimasíða: hildurhenrysdottir.com