Helga Pálína Brynjólfsdóttir

Helga Pálína Brynjólfsdóttir útskrifaðist úr textíldeild UIAH, Listiðnaðaháskólanum í Helsinki, Finnlandi árið 1988 og hafði áður lokið B.Ed prófi frá Kennaraháskóla Íslands. Frá árinu 1989 hefur hún kennt textílþrykk og hönnun í Listaháskóla Íslands, við Textíldeild Myndlistaskólans í Reykjavík og í Textíldeild Myndlista-og handíðaskóla Íslands. Hún vinnur að margvíslegum textílverkum og bókverkum og hefur tekið þátt í fjölmörgum sýningum hér heima og erlendis. Hún er meðlimur í Textílfélaginu, SÍM og listahópnum Arkir.