Harpa Dögg Kjartansdóttir

Harpa Dögg Kjartansdóttir (f.1982) útskrifaðist með B.A. gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2007 og lauk M.A. gráðu í myndlist frá Konstfack árið 2015.
Í verkum sínum vinnur hún með blandaðri tækni þar sem efniviðurinn er tekinn úr sínu hefðbunda samhengi og fær nýtt hlutverk. Hún vinnur með þau ótal kerfi sem umlykja tilvist okkar og við notum til að skilja betur umheiminn. Hversdagslegir hlutir mætast í myndmáli þar sem skoðuð eru tungumál, kerfi, umbreytingar, eiginleikar og gildi hluta.