Harpa Björnsdóttir

Harpa Björnsdóttir (f.1985) útskrifaðist með BA í vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2012. Einnig kláraði hún meistaranám í listkennslu frá Listaháskóla Íslands árið 2021 og starfar sem framhaldskólakennari við Tækniskólann á Hönnunar- og nýsköpunarbraut. Meðfram því sinnir hún myndlist og notar helst hversdaginn og nærumhverfi sem kveikju. Daglegum athöfnum í hversdeginum er veitt athygli og þeim gefinn sjónrænn farvegur. Eins vinnur hún með afbyggingar í verkum sínum þar sem hún tekur hluti úr samhengi, setur aftur saman og skapar nýjar tengingar.