Haraldur Jónsson

Haraldur Jónsson er myndlistarmaður sem vinnur jöfnum höndum í ýmsa miðla. Í verkum sínum þreifar hann á fyrirbærum sem tengjast líkamanum, skynjun, tilfinningum, tungumálinu og því sem myndast í bilunum þar á milli. Árið 2018 var haldin yfirlitssýningin Róf á Kjarvalsstöðum með verkum frá þrjátíu ára ferli hans. 2019 var Haraldur Borgarlistamaður Reykjavíkur og árið 2021 var einkasýning hans Ljósavél tilnefnd sem myndlistarsýning ársins 2020. Haraldur er einn af listamönnum BERG Contemporary og verk eftir hann eru í eigu helstu safna landsins sem og ákveðinna einkasafna innanlands sem utan