Halla Einarsdóttir

Halla Einarsdóttir (1991, Reykjavík) býr og starfar í Rotterdam þar sem hún lauk MFA námi frá Piet Zwart Institute síðastliðin júlí 2021. Þar áður útskrifaðist hún með BA í grafískri hönnun frá Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam 2016. Í verkum sínum veltir Halla fyrir sér hvernig goðsagnir, þjóðsögur og minni hafa í gegnum tíðina verið nýtt til þess að koma á og viðhalda stigveldi þekkingar. Þannig rannsakar hún hvernig þekking berst milli kynslóða, hvað misferst á leiðinni og margþætt eðli þess að endurheimta nöfn og frásagnir. Halla hefur tekið þátt í ýmsum sýningum erlendis og á Íslandi.