Hafdís Pálína

Hafdís Pálína er íslenskur listamaður. Hún hefur haldið tíu einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga á listaferli sem spannar um fjörutíu ár. Starfssvið hennar er m.a. málverk, vatnslitamyndir, trésristur, einþrykk og teikningar. Nálgun hennar á list er meira og minna þverfagleg og helst í hendur við myndmál sem er að stórum hluta grundvallað á rannsóknum á hinni óspilltu náttúru sem umlykur vinnustofu hennar sem er staðsett austur í Hreppum.