Hadda Fjóla Reykdal

Hadda Fjóla Reykdal (1974) útskrifaðist frá Myndlista-og handíðaskóla Íslands árið 1998.
Hadda Fjóla vinnur verk sín í mismunandi tækni eins og olíu á striga, lágmyndir í tré, vatnslit og túss. Olíumálverk Höddu Fjólu einkennast af fínlegum mynsturkenndum vef sem unnin er með litlum pensli doppu fyrir doppu, lag ofaná lag. Lágmyndir hennar í tré eru unnar út frá vangaveltum um breytingar litatóna fífils sem var pressaður milli blaða í skissubók.
Verk hennar hafa meðal annars verið sýnd á einkasýningum og samsýningum í Reykjavík, Stokkhólmi, Malmö, Gautaborg, Norrtälje og Kaupmannahöfn.