Guðni Gunnarsson

Útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2000 og Goldsmiths College-Master of Fine Arts 2007. Samhliða myndlist hefur Guðni unnið að dansleikhúsi og tónlist með listahópunum Poni og Skyr Lee Bob og sýnt verk m.a. í Pompidou-Paris, Sophiensalle-Berlín, White Box Gallery-New York, Listasafni Íslands og Borealis-Festival, Caen. Sat í stjórn Nýlistasafnsins 2010-14. Var tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir texta árið 2013. Hef unnið að fjölda leiksýninga við leikmunagerð og einnig við uppsetningar sýninga og forvörslu í Listasafni Íslands og Listasafni Reykjavíkur.