Guðmundur J. Óskarsson

Guðmundur J. Óskarsson (1978) er rithneigður myndlistarmaður. Hann hefur skrifað tvær kvikmyndir (XL og Þorpið í bakgarðinum) og fjórar bækur (Vaxandi nánd, Hola í lífi fyrrverandi golfara, Bankster og Villisumar). Hann fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2009. Í myndverkum sínum gefur Guðmundur handverki fyrri alda undir fótinn. Hann vefar úr þéttri handskrift á eigin texta, með sjálfblekungi og traustu bleki, myndir sem mega vekja með áhorfandanum tilfinningu fyrir sköpunarferlinu og tímanum sem bundinn er í lokaniðurstöðuna.