Freyja Eilíf

Freyja Eilíf útskrifaðist frá LHÍ árið 2014 og hefur verið virk í sýningarhaldi síðan. Hún vinnur myndlist til að framkalla myndir frá leiðslum inn af ólíkum vitundarsviðum og notar eigin hugbúnað sem verkfæri til að skoða ýmis óvissufræði. Verkin hennar eru unnin í blandaða miðla og oft sköpuð staðbundið fyrir hvert rými. Freyja Eilíf hefur sýnt víða um Ísland sem og í Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi og á Norðurlöndum. Á árunum 2014-2021 rak hún sýningarými í miðbæ Reykjavíkur og í dag starfrækir hún Skynlistaskólann sem veitir leiðsögn í listsköpun og dulspeki.