Elísabet Birta Sveinsdóttir

Elísabet Birta Sveinsdóttir (1991) er með meistaragráðu í myndlist frá Listaháskólanum í Malmö 2021, BA í samtímadansi 2013 og BA í myndlist 2017 frá Listháskóla Íslands.
Elísabet Birta vinnur þvert á miðla, með megin áherslu á gjörningarlist og kvikmyndagerð. Hún vinnur með eigin líkama og upplifun sem aðferðafræði og sköpun efnis og kannar táknheim kvikmyndagerðar í sögulegu samhengi, sérstök menningarleg áhrif og fjölskylduarfleið. Verk hennar fjalla oft um hugmyndir kvenleika og eðli mannsins í samhengi við samband manneskjunnar við aðrar dýrategundir og sameiginleg einkenni.