Elín Edda og Ingólfur Eiríksson

Elín Edda er grafískur hönnuður sem stundar nú nám í ritlist við Háskóla Íslands. Hún hefur gefið út fjórar myndasögur, Plantan á ganginum (með Elísabetu Rún) (2014), Gombri (2016), Glingurfugl (2018) og Gombri lifir (2019). Auk þess gaf Partus út ljóðabók hennar Hamingjan leit við og beit mig (2016).
Ingólfur Eiríksson útskrifaðist úr meistaranámi í nútímabókmenntum frá Edinborgarháskóla og ritlist við Háskóla Íslands. Klón: Eftirmyndasaga er önnur ljóðabók hans, en sú fyrsta var Línuleg dagskrá (2018), sem kom út hjá Partus. Skáldsaga hans Stóra bókin um sjálfsvorkunn kom út í haust.