Bjarni Þór Sigurbjörnsson

Bjarni Massi (Bjarni Þór Sigurbjörnsson) útskrifaðist frá Listaháskóla
Íslands árið 2002. Hann hefur sýnt bæði á einka- og samsýningum á Íslandi og
erlendis síðan 1999. Auk þess að sinna myndlistinni er Bjarni Massi þekktur
fyrir að leikstýra stuttmyndum og heimildamyndum. Hann hefur einnig fengist
við leikmyndahönnun.