Bjarni Sigurbjörnsson

Bjarni Sigurbjörnsson er fæddur árið 1966. Hann stundaði nám við San Fransisco Art Institute á árunum 1990-96 þar sem hann hlaut bæði BFA og MFA gráðu í myndlist.
Bjarni hefur aðallega fengist við málverk sem lýsa sér í að málarinn sé einhver sem skynjar með líkamanum og er málverkið holdgervingur athafna málarans. Málarinn ljær heiminum líkama sinn og breytir heiminum í málverk. „Þótt verk mín séu iðulega skilgreind sem abstrakt og að þar sé ekki að finna fígurasjón, þá eru verkin frekar fyrir mér eins og líkamar án skilgreininga”.