Berglind Erna Tryggvadóttir

Berglind Erna Tryggvadóttir útskrifaðist með MFA-gráðu í myndlist frá Piet Zwart Institute árið 2020. Hún býr nú og starfar í Reykjavík. Verk Berglindar Ernu skoða hið hversdagslega, hið einfalda og hið mannlega, gefa því gildi og vídd sem oft gleymist. Síðastliðið ár hefur hún fært fókusinn af gjörningamiðlinum og yfir á innsetningar og skúlptúra; þar sem áhersla er lögð á söguna sem hluturinn segir. Berglind Erna hefur tekið þátt í samsýningum, hérlendis og erlendis. Þá hefur hún haldið tvær einkasýningar, í Reykjavík og í Rotterdam.