Berglind Ágústsdóttir

Berglind útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2003. Hún hefur sýnt víða hér á Íslandi og erlendis og staðið að myndlistar og tónlistarviðburðum Hún vekur hvarvetna athygli enda fer og ekki á milli mála að list hennar er samofin framkomu hennar og atferli dags daglega. Líkt og í hversdagslífinu beitir hún í myndlist sinni til dæmis litum, mynstri, leikföngum og ljósmyndum til að koma á framfæri því sem henni liggur á hjarta. Verkin eru ýmist teikningar, gjörningar, myndbönd, tónlist eða innsetninga. Berglind rekur tilrauna útvarpið Radio_mix_kassette.