Auður Ómarsdóttir

Auður Ómarsdóttir (f.1988) vinnur myndlist sína í blönduðum miðlum en hefur einna helst unnið að málverkum síðastliðin ár. 
 Í þverstílbragðlegum verkum hennar leikur hún sér að samþættingu áhrifa frá meginstraumnum og síns eigin innra tilfinningalífs. Auður útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands 2013 og MA gráðu frá Háskólanum í Bergen 2021. Hún hefur verið virk í sýningarhaldi hérlendis og erlendis og situr í stjórn Nýlistasafnsins.