Atli Bollason

Atli Bollason er þræll í ríki hugmyndanna. Undanfarin ár hafa þær birtst í líki listaverka sem hverfast gjarnan um suð, truflanir, boðskipti og úrsérgengna miðlunartækni. Auk þess að gera myndlist sinnir hann ýmsum öðrum störfum á sviði menningar og lista svo sem kennslu, textagerð og viðburðastjórnun. Síðustu sýningar hans hafa verið í Spinnerei í Leipzig, Ásmundarsal, Gallerí Port og Norræna húsinu. Atli lauk meistaraprófi í enskum bókmenntum frá Concordia háskóla í Montréal árið 2011.