Áslaug Baldursdóttir

Áslaug Baldursdóttir (f. 1974) er grafískur hönnuður sem vinnur með blandaða tækni.
Hún lærði grafíska hönnun við Listaháskóla Íslands. Hún er einnig með MA. próf í
hagnýtri menningarmiðlun og MA próf í hagnýtri ritstjórn og útgáfu.
Verk Áslaugar eru marglaga og í þeim er mikil dýpt. Þau eru formföst en í senn mjúk.
Guli liturinn í verkunum minnir á algleymi í kaótískum efnisheimi.
Áslaug fær innblástur jafnt í hinu hversdagslega sem og í hinu margbreytilega.
Verk Áslaugar hafa verið sýnd í Póllandi og á samsýningum hérlendis.