Anna Margrét Ólafsdóttir

Anna Margrét Ólafsdóttir (f.1992) útskrifaðist frá Myndlistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2019. Eftir námið flutti hún til Helsinki þar sem hún var starfsnemi hjá finnsku listakonunni Pilvi Takala og vann að undirbúningi fyrir verk hennar á Feneyjartvíæringnum 2022. Í verkum sínum vinnur Anna Margrét að því að umbreyta ýmsum hversdagslegum viðfangsefnum inn í listsamhengið og rannsakar þannig hvernig þau koma fyrir í tilverunni okkar. Anna Margrét stundar nú Alþjóðlegt meistarnám í sviðslistum við Listaháskóla Íslands þar sem hún rannsakar hugtakið rómantík í gegnum gjörningamiðilinn.