Anna Hrund Másdóttir

Anna Hrund Másdóttir vinnur tilraunakennt og óútreiknanlega með efnivið sinn. Hún lauk BS námi í stærðfræði við Háskóla Íslands árið 2006 og BA námi í myndlist við Listaháskóla Íslands árið 2010. Árið 2012 var hún nemi í listamannarekna skólanum The Mountain School of Arts og útskrifaðist síðar með MFA gráðu við California Institute of the Arts. Verk hennar hafa verið sýnd á fjölmörgum einka- og samsýningum, hérlendis og erlendis.

Anna Hrund er með fleiri verk til sölu í samstarfi við þær Ragnheiði Káradóttur og Steinunni Önnudóttur. Smelltu hér til að skoða.