Anna Álfheiður Brynjólfsdóttir

Anna Álfheiður Brynjólfsdóttir heiti ég og er fædd og uppalin í Reykjavík. Eftir útskrift af myndlistarbraut í Fjölbraut í Breiðholti sótti ég um í Listaháskóla Íslands. Þar hóf ég nám árið 2005 og útskrifaðist með BA-próf í myndlist árið 2009. Ég útskrifaðist svo með MA-próf í listkennslu frá sama skóla vorið 2020. Árið 2018 byrjaði ég markvisst að vinna að myndlist og má segja að helstu hugðarefni mín hafi hingað til verið að vinna með óhlutbundinn form í anda strangflatarlistar sem ég hef unnið bæði í tvívídd og þrívídd þar sem línulaga form eru í forgrunni og máluð með akrýl á striga.