Anika L. Baldursdóttir

Verk Aniku eiga sér gjarnan upptök í huglægum og hlutlægum frásögnum mannsins. Þar sem efniviður, form, textabrot, fegurð, grófleiki og fantasíur spila saman eftir kaotísku samskiptakerfi.
Hún útskrifaðist með BA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands vorið 2020. Síðan þá hefur hún haldið einkasýningu og verið þátttakandi í ýmsum samstarfsverkefnum og sýningum.