Ágústa Björnsdóttir

Ágústa Björnsdóttir er fædd árið 1993 og býr og starfar í Reykjavík. Hún útskrifaðist af myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2018. Hún hefur starfað við myndlist, ljóðlist og tónlist síðan þá. Ágústa er drifin áfram á hugmyndinni um hið óþekkta. Hún sækir innblástur í þjóðsögur, flökkusögur, drauga og drauma. Í verkum Ágústu leikur hún sér með hið myrka og mystíska, hið drungalega og hið harmræna, en þó er alltaf stutt í húmorinn og ljósið. Hárfína línan á milli illskunar og kímnigáfunnar er rauði þráðurinn í verkum Ágústu.