Aðalheiður Valgeirsdóttir

Aðalheiður Valgeirsdóttir er myndlistarmaður, listfræðingur og sýningarstjóri. Hún útskrifaðist frá grafíkdeild Myndlista-og handíðaskóla Íslands árið 1982 og hefur unnið að myndlist síðan. Hún hefur lokið BA og MA gráðu í listfræði frá Háskóla Íslands. Aðalheiður er félagi í SÍM, félaginu Íslensk grafík og Listfræðafélagi Íslands Hún hefur haldið á þriðja tug einkasýninga m.a. Listamenn gallerí, Gerðarsafni, Ásmundarsal og Hallgrímskirkju og tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis. Aðalheiður býr í Reykjavík og í Biskupstungum þar sem hún hefur vinnustofu. Málverkin eru unnin á mörkum hins hlutlæga og huglæga í beinum tengslum við náttúruna.